Framadagar

  • FYRIRTÆKI
  • Um Framadaga
    • AIESEC
    • FRAMADAGAR
    • ÁVARP REKTORS HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK
  • DAGSKRÁ
    • STAÐSETNING FYRIRTÆKJA
  • Hafðu samband!
  • FYRIRTÆKI
  • Um Framadaga
    • AIESEC
    • FRAMADAGAR
    • ÁVARP REKTORS HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK
  • DAGSKRÁ
    • STAÐSETNING FYRIRTÆKJA
  • Hafðu samband!
Picture

Háskólinn í reykjavík 

Menntavegi 1, 101 Reykjavík
5996200
thd@ru.is
www.ru.is

YFIRLIT

Hlutverk Háskólans í Reykjavík er að skapa og miðla þekkingu til að auka samkeppnishæfni og lífsgæði fyrir einstaklinga og samfélag með siðgæði, sjálfbærni og ábyrgð að leiðarljósi.​

framadaga Q&A'S

Hvers konar bakgrunn hafa starfsmenn fyrirtækisins?
Hjá Háskólanum í Reykjavík starfa kennarar, rannsóknarfólk og starfsfólk stoðsviða. Menntunin sem mannauðurinn býr yfir er margvísleg, til dæmis má nefna verkfræði, tölvunarfræði, viðskiptafræði og lögfræði. Um 92% starfsmanna eru með háskólamenntun; 14% eru með bakkalárgráðu, 38% með meistaragráðu, 38% með doktorsgráðu og 10% með aðra menntun. 
Hvaða eiginleikum þurfa starfsmenn að búa yfir til að teljast framúrskarandi?
Háskólinn í Reykjavík er alþjóðlegur háskóli sem leggur mikið upp úr því að laða til sín hæfileikaríka kennara og starfsmenn alls staðar að úr heiminum með jákvætt hugarfar sem  hafa skarað fram úr á sínu fræðasviði með það að markmiði að efla það í rannsóknum, kennslu og sérfræðistörfum innan skólans.
Hvað gerir fyrirtæki þitt aðlaðandi fyrir ungt fólk til þess að hefja feril sinn?
Háskólinn í Reykjavík er lifandi samfélag sem laðar að sér starfsfólk sem hefur áhuga á að starfa innan háskólageirans, þ.e. gerð er starfsþróunaráætlun fyrir þá sem hafa áhuga á kennslu og rannsóknum. Háskólinn tekur vel á móti starfsfólki og leitast við að láta því líða vel t.d. með öflugri heilsustefnu þar sem lögð er m.a. áhersla á jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Boðið er upp á jóga og hugleiðslu á vinnutíma svo fátt eitt sé nefnt.
Hvernig framfylgir fyrirtækið Sjálfbærni- og þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna?
Hvernig framfylgir fyrirtækið sjálfbærni- og þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna?
Háskólinn í Reykjavík skrifaði undir loftlagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og minnka úrgang. Umhverfishópur sem leitast við að ná þessum markmiðum er starfræktur innan háskólans.
Hvers konar tækifæri standa almennt til boða innan fyrirtækisins?
Sumarvinna - Nei
Lokaverkefni - Já 
Fullt starf - Já
Hlutastarf - Já - Stundakennari - Dæmatímakennari
Starfsnám - Já 

Picture
Menntavegur 1, 101 Reykjavík
​+354 599 6351
✕