Framadagar

  • FYRIRTÆKI
  • Um Framadaga
    • AIESEC
    • FRAMADAGAR
    • ÁVARP REKTORS HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK
  • DAGSKRÁ
    • STAÐSETNING FYRIRTÆKJA
  • Hafðu samband!
  • FYRIRTÆKI
  • Um Framadaga
    • AIESEC
    • FRAMADAGAR
    • ÁVARP REKTORS HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK
  • DAGSKRÁ
    • STAÐSETNING FYRIRTÆKJA
  • Hafðu samband!
Picture

Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar

menntaseturlogreglu.is

Yfirlit

Hlutverk Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu, sem starfar innan embættis ríkislögreglustjóra, er að annast starfsnám nema í lögreglufræðum við háskóla, hafa umsjón með símenntun lögreglumanna innan lögreglu, annast skipulagningu og framboð sérhæfðra námskeiða, vera stjórnvöldum til ráðgjafar um menntun lögreglumanna og annast alþjóðasamskipti á vettvangi lögreglumenntunar. 

framadaga Q&A's

Hvers konar bakgrunn hafa starfsmenn fyrirtækisins?
Menntaðir lögreglumenn frá Lögregluskóla ríkisins og frá árinu 2017 lögreglufræði frá Háskólanum á Akureyri. Margir eru einnig með annað nám, s.s. iðnnám eða háskólanám. Borgaralegir starfsmenn eru með margvíslega menntun og reynslu, m.a. í félags- og mannvísindum, lögfræði, sálfræði, viðskipta- og hagfræði.
Hvaða eiginleikum þurfa starfsmenn að búa yfir til að teljast framúrskarandi?
Góðri samskipta- og samvinnuhæfni, jákvæðni, þrautseigju, þolinmæði, frumkvæði og sveigjanleika.
Hvað gerir fyrirtæki þitt aðlaðandi fyrir ungt fólk til þess að hefja feril sinn?
Fjölbreyttar áskoranir og krefjandi verkefni. Tækifæri til að bæta samfélagið og þjóna því.
Hvernig framfylgir fyrirtækið Sjálfbærni- og þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna?
Lögreglan vinnur að því að tryggja öryggi íbúa á margvíslegan hátt og vinnur ötullega að ákveðnum málaflokkum því tengdu, m.a. afbrotum, fíkniefnamálum, heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi.
Lögreglan fylgir jafnréttisáætlun í öllu sínu starfi og innleiðing jafnlaunavottunar er að hefjast. Starfsfólk lögreglu nýtur möguleika til starfsmenntunar/endurmenntunar og starfsþjálfunar. Lögreglan beitir sér fyrir samræmingu vinnu og einkalífs, sveigjanlegur vinnutími er í boði og sérúrræði fyrir nýbakaða foreldra. Einelti, kynbundin og kynferðisleg áreitni og ofbeldi er ekki liðið. Lögreglan býður starfsfólki samgöngustyrk sem nýta almenningssamgöngur og starfsfólk á rétt á heilsuræktarstyrk. Lögreglan leggur sitt af mörkum til umhverfisins, m.a. með því að kaupa vistvænan ljósritunarpappír og samnýta prentara ásamt því að vera að innleiða grænt bókhald.
Hvers konar tækifæri standa almennt til boða innan fyrirtækisins?
Sumarvinna - Já
Lokaverkefni - Já 
Fullt starf - Já 
Hlutastarf - Já

Starfsnám - Já
Picture
Menntavegur 1, 101 Reykjavík
​+354 599 6351
✕