ORKA NÁTTÚRNNAR |
YFIRLIT
Orka náttúrunnar framleiðir og selur rafmagn til allra landsmanna á samkeppnishæfu verði, sinnir viðhaldi götulýsingar á höfuðborgarsvæðinu og rekur hraðhleðslur og hleðslur fyrir rafbíla um allt land. Við framleiðum einnig heitt vatn fyrir höfuðborgarsvæðið. Við viljum nýta auðlindir af ábyrgð og nærgætni og bæta lífsgæðin í nútíð og framtíð og kappkostum að veita viðskiptavinum okkar góða þjónustu, ráðgjöf og samkeppnishæft verð.
Starfsmenn ON eru tæplega 80 talsins. Starfsstöðvar okkar eru að Bæjarhálsi sem og í Hellisheiðar- Nesjavalla og Andakílsvirkjunum. Við bjóðum upp á góða vinnuaðstöðu, virka starfsþjálfun, mötuneyti og aðstöðu til líkamsræktar. Við leggjum mikla áherslu á að sinna starfsfólki okkar vel; og erum í fremstu röð hvað varðar jafnrétti, öryggi, vinnuumhverfi og möguleika til að samræma vinnu og einkalíf. Hjá okkur er jákvæður starfsandi sem einkennist af sterkri liðsheild, uppbyggilegum skoðanaskiptum og virðingu í samskiptum. ON er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur.
Starfsmenn ON eru tæplega 80 talsins. Starfsstöðvar okkar eru að Bæjarhálsi sem og í Hellisheiðar- Nesjavalla og Andakílsvirkjunum. Við bjóðum upp á góða vinnuaðstöðu, virka starfsþjálfun, mötuneyti og aðstöðu til líkamsræktar. Við leggjum mikla áherslu á að sinna starfsfólki okkar vel; og erum í fremstu röð hvað varðar jafnrétti, öryggi, vinnuumhverfi og möguleika til að samræma vinnu og einkalíf. Hjá okkur er jákvæður starfsandi sem einkennist af sterkri liðsheild, uppbyggilegum skoðanaskiptum og virðingu í samskiptum. ON er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur.
framadaga Q&A's
Hvers konar bakgrunn hafa starfsmenn fyrirtækisins?
Starfsmenn ON hafa fjölbreytta menntun. Má þar nefna: Viðskiptafræði, verkefnastjórnun, vélaverkfræði, rafmagnsverkfræði, byggingaverkfræði, rafiðnfræði, rekstariðnfræði, umhverfisfræði, jarðfræði, jarðeðlisfræði o.fl.
Hvaða eiginleikum þurfa starfsmenn að búa yfir til að teljast framúrskarandi?
Störf innan Orku náttúrunnar eru mjög fjölbreytt og gera ólíkar kröfur til starfsmanna sem aftur stýrir því hvaða þættir vega þyngst við ráðningar. Lögð er áhersla á að starfsmenn séu í góðu sambandi við viðskiptavini og séu ávallt til taks þegar á þarf að halda. Eiginleikar eins og heiðarleiki, kraftur, athafnasemi, samskiptafærni, frumkvæði og þjónustulund eru ákjósanlegir.
Hvað gerir fyrirtæki þitt aðlaðandi fyrir ungt fólk til þess að hefja feril sinn?
ON er ungt fyrirtæki sem býður upp á gott starfsumhverfi sem einkennist af jákvæðum starfsanda og virðingu. Ef þú vilt vinna í síbreytilegu starfsumhverfi þar sem öryggi, gott vinnuumhverfi, samvinna og möguleiki til að samræma vinnu og fjölskylduábyrgð er í hávegum höfð þá er ON staðurinn fyrir þig.
Hvernig framfylgir fyrirtækið Sjálfbærni- og þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna?
Sjálfbær rekstur er leiðarljós í allri starfsemi ON. Móðurfélag okkar, OR gefur árlega út skýrslu þar sem rakin er með nákvæmari hætti en Sameinuðu þjóðirnar krefjast staða á annað hundrað sjálfbærniþátta í starfseminni.
Hvers konar tækifæri standa almennt til boða innan fyrirtækisins?
Sumarvinna - Já
Lokaverkefni - Já
Fullt starf - Já
Hlutastarf - Nei
Starfsnám - Starfsnám fyrir raf- og vélvirkjanema
Starfsmenn ON hafa fjölbreytta menntun. Má þar nefna: Viðskiptafræði, verkefnastjórnun, vélaverkfræði, rafmagnsverkfræði, byggingaverkfræði, rafiðnfræði, rekstariðnfræði, umhverfisfræði, jarðfræði, jarðeðlisfræði o.fl.
Hvaða eiginleikum þurfa starfsmenn að búa yfir til að teljast framúrskarandi?
Störf innan Orku náttúrunnar eru mjög fjölbreytt og gera ólíkar kröfur til starfsmanna sem aftur stýrir því hvaða þættir vega þyngst við ráðningar. Lögð er áhersla á að starfsmenn séu í góðu sambandi við viðskiptavini og séu ávallt til taks þegar á þarf að halda. Eiginleikar eins og heiðarleiki, kraftur, athafnasemi, samskiptafærni, frumkvæði og þjónustulund eru ákjósanlegir.
Hvað gerir fyrirtæki þitt aðlaðandi fyrir ungt fólk til þess að hefja feril sinn?
ON er ungt fyrirtæki sem býður upp á gott starfsumhverfi sem einkennist af jákvæðum starfsanda og virðingu. Ef þú vilt vinna í síbreytilegu starfsumhverfi þar sem öryggi, gott vinnuumhverfi, samvinna og möguleiki til að samræma vinnu og fjölskylduábyrgð er í hávegum höfð þá er ON staðurinn fyrir þig.
Hvernig framfylgir fyrirtækið Sjálfbærni- og þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna?
Sjálfbær rekstur er leiðarljós í allri starfsemi ON. Móðurfélag okkar, OR gefur árlega út skýrslu þar sem rakin er með nákvæmari hætti en Sameinuðu þjóðirnar krefjast staða á annað hundrað sjálfbærniþátta í starfseminni.
Hvers konar tækifæri standa almennt til boða innan fyrirtækisins?
Sumarvinna - Já
Lokaverkefni - Já
Fullt starf - Já
Hlutastarf - Nei
Starfsnám - Starfsnám fyrir raf- og vélvirkjanema