Framadagar

  • Um Framadaga - ABOUT
    • AIESEC
    • FRAMADAGAR
    • ÁVARP REKTORS HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK
  • FYRIRTÆKI - COMPANIES
  • DAGSKRÁ - AGENDA
    • STAÐSETNING FYRIRTÆKJA - LOCATIONS
  • Hafðu samband! - GET IN TOUCH WITH US
  • Um Framadaga - ABOUT
    • AIESEC
    • FRAMADAGAR
    • ÁVARP REKTORS HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK
  • FYRIRTÆKI - COMPANIES
  • DAGSKRÁ - AGENDA
    • STAÐSETNING FYRIRTÆKJA - LOCATIONS
  • Hafðu samband! - GET IN TOUCH WITH US
Picture

Sahara

Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík 
Símanúmer framkvæmdastóra: 8654380
sahara@sahara.is
​www.sahara.is

yfirlit

SAHARA er stafræn auglýsingastofa sem býður uppá heildstæða lausn á sviði stafrænnar markaðssetningar. Við sérhæfum okkur í umsjón með samfélagsmiðlum, myndbanda- og auglýsingagerð, hönnun, vefsíðugerð, árangursmælingum og stafrænum lausnum.
Okkar hlutverk er að aðstoða fyrirtæki við að skara framúr með því að greina hvaða þætti leggja þurfi áherslu á þegar kemur að stafrænum miðlum og vinna að lausnum sem henta hverju sinni. Við störfum með fyrirtækjum að hvaða stærðargráðu sem er og aðlögum okkur eftir stærð verkefna. 

framadaga Q&A's

Hvers konar bakgrunn hafa starfsmenn fyrirtækisins?
Starfsmenn Sahara hafa m.a. lokið háskólanámi í markaðsfræði, alþjóðaviðskiptum, tölvunarfræði, margmiðlunarhönnun og stjórnun. Einnig hafa starfsmenn okkar góða og mismunandi reynslu, t.d.. af störfum á auglýsingastofum eða sem markaðsfulltrúar fyrirtækja.
Hvaða eiginleikum þurfa starfsmenn að búa yfir til að teljast framúrskarandi?
Framúrskarandi starfsmaður sýnir metnað og áhuga á starfinu og hefur frumkvæði og kraft til að hrinda hugmyndum í framkvæmd. Hæfni í samskiptum og sveigjanleiki er einnig mikilvægur eiginleiki starfsmanna Sahara.
Hvað gerir fyrirtæki þitt aðlaðandi fyrir ungt fólk til þess að hefja feril sinn?
Sahara sérhæfir sig á sviði sem er í stöðugri framþróun og við reynum alltaf að vera skrefi á undan í stafrænni markaðssetningu. Við störfum á fjörugum markaði þar sem verkefnin eru fjölbreytt og spennandi.
Hvernig framfylgir fyrirtækið Sjálfbærni- og þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna?
Sahara hefur Sjálfbærni- og þróunarmarkmið SÞ til viðmiðunar í sinni starfsemi og leggur mikla áherslu á jafnrétti, framþróun og heilsusamlegt vinnuumhverfi. Fyrirtækið leggur áherslu á endurvinnslu og nýtingu stafrænna lausna í stað prentunar.
Hvers konar tækifæri standa almennt til boða innan fyrirtækisins?
Sumarvinna - Nei
Lokaverkefni - Já
Fullt starf - Já
Hlutastarf - Já
Starfsnám - Já
Picture
Menntavegur 1, 101 Reykjavík
​+354 599 6351